Úrsmiður

Úrsmiður

Hjá okkur starfa menntaðir úrsmiðir og úrsmíðameistari og tökum við að okkur viðgerðir á flestum tegundum úra. Komið við í verslun okkar og við gerum kostnaðaráætlun á viðgerðina.

Verkstæðið okkar er staðsett á Nýbýlavegi 10, en tekið er á móti úra og skartgripaviðgerðum í verslunum okkar bæði á Nýbýlavegi og í Kringlunni.

Tökum á móti vegg og borðklukkum í viðgerð eingöngu á Nýbýlavegi.

Úraviðgerðir

VIð framkvæmum stórar sem smáar viðgerðum á flestum gerðum úra. Rafhlöðuskipti, hreinsun, pólering og margt fleira.

Hraðþjónusta

Í verslun okkar á Nýbýlavegi bjóðum við upp á hraðþjónustu í smáviðgerðum og ráðgjöf. Í öllum tilfellum þarf þó að meta umfang viðgerðar.

Aðstaða og verkstæði

Til að þjónusta úrið þitt á réttan hátt þarf menntaðann úrsmið, verkstæði sem setur háar kröfur um hreinlæti, rétt verkfæri, og mikla fagmennsku.

 

Opnunartími verkstæðis

Verkstæðið okkar er opið alla virka daga á opnunartíma verslunar á Nýbýlavegi.

 

Hafðu samband

Hafðu samband við verslun okkar í síma 554-4320 eða á ursmidir@klukkan.is