CIGA Design - verðlaunuð úrahönnun með opnum verkum
CIGA Design er eitt af þeim úramerkjum sem hefur hrundið af stað nýrri hreyfingu í úraheiminum - hreyfingu þar sem form, efni og verk sameinast í hreinni hönnun.
Úrin eru oft sjálfvirk, með safírgleri, keramík, stáli eða títaníum og eru bæði framleidd og hönnuð með ástríðu fyrir smáatriðum.
CIGA Design hefur fengið fjölda viðurkenninga fyrir frumleika, þar á meðal Red Dot Design Award, iF Design Award og Grand Prix d’Horlogerie de Genève (GPHG).
Þau eru fullkomin fyrir þá sem vilja bera úr sem segir sögu - ekki bara tímann.