Hvernig vel ég rétta stærð?
Rétt stærð er þægileg allan daginn - ekki of þröngur hringur og ekki of laus. Gott er að bera saman við hring sem passar á sama fingur, eða koma til okkar í mælingu - sé það möguleiki. Breidd hringja skiptir einnig máli - breiðari hringar þurfa oft hálfa til eina stærð upp. Hitastig og tími dags hafa áhrif á fingur, þannig er mæling síðdegis er yfirleitt nákvæmari. Hjá Klukkunni eigum við hringamæla og getum mælt á staðnum, eða mælt út frá hring sem passar nú þegar. Ef þú ert í vafa, veldu örlítið stærra - auðveldara er að þrengja en stækka sum snið. Við bjóðum aðlögun á stærð eftir kaupin og leiðbeinum eftir bestu getu.