Björg skrifar

Valentínusardagurinn fyrir hana

Valentínusardagurinn fyrir mér er er hinn heilagi ástardagur. Þegar ég hugsa um Valentínusardaginn hugsa ég rauðar rósir, hjörtu, súkkulaðihjörtu, dekur, knús og kossar.

Hin fullkomna Valentínusardagsgjöf fyrir mig væri súkkulaði, rósir, og einhver fallegur skartgripur. 

Skartgripir sem sýna hversu mikið makinn þinn elskar þig innihalda oftast hjarta, því er tilvalið að setja hjartahálsmen og/eða eyrnalokka með í pakkann fyrir hana. 

Í Klukkunni er til heilmikið úrval af hjarta skartgripum á mismunandi verði. Það er hægt að finna hjartaskart á 5.000 kr. alveg upp í 50.000kr.

Það eru til hjörtu með steinum og ekki, stór, smá, einföld og tvöföld. Þau eru til í silfri, gulli og stáli. 

Með rósunum og súkkulaðinu myndi ég helst vilja fá hálsmen á Valentínusardaginn. Það hálsmen sem ég hef augastað á er frá Mira og er gullhúðað stál. Það er fíngert en maður tekur samt eftir því og stálið gerir það að verkum að ég þyrfti aldrei að taka það af mér, þó svo ég færi í sund eða sturu. Verðið á því er einnig í samræmi við þá upphæð sem ég og minn maki höfum verið að gefa fyrir ásamt rósunum og súkkulaðinu, fullkomið til að bæta við Valentínusargjöfina.

Fyrir þær sem vilja aðeins meiri glamúr býður Michael Kors upp á mikið úrval af hjörtum með steinum. Það sem er einnig gott við Michael Kors úrvalið er að það er til mikið af skarti í stíl. 

Það er hægt að velja á milli nokkurra lita á hjarta skartgripunum frá þeim. 

Til dæmis er þetta hálsmen, armband og eyrnalokkar með rauðum steini í stíl, sem er upplagt fyrir hana á Valentínusardaginn! 

Þeir sem vita að makinn sinn borðar ekki súkkulaði eða vill ekki rósir þá er hægt að gefa aðeins dýrari gjöf. Emporio Armani býður upp á nokkur gjafasett. Eitt þeirra inniheldur rósagyllt dömuúr með bleikri leðuról ásamt rósagylltu armbandi með hjarta.

Síðast en ekki síst eru til hjartahálsmen úr 14kt gulli. Hér erum við komin í mjög veglega Valentínusargjöf fyrir hana. Hjörtun úr gullinu eru fíngerð en taka samt pláss. Þau eru einstök á þann hátt að þau eru tvöföld, eitt stórt hjarta og annað lítið með. Það væri hægt að túlka ást frá maka og barni þar sem þau eru tvö eða ef þið eigið tvö börn saman. Upplagt fyrir mæður.

Knús og kossar þennan fallega Valentínusardag,

Björg