Kristinn skrifar

Konudagurinn

Jæja, núna fer að koma að stórum degi. Konudagurinn 2024 verður sunnudaginn 25 febrúar.

Eruð þið búnir að kaupa konudags-gjöfina í ár eða er ennþá verið að hugsa málið? Ef það er allt klappað og klárt, þá segi ég til hamingju að vera tímalega í því! Fyrir þá sem eiga ennþá eftir að kaupa gjöfina, þá eruð þið komnir á rétta staðinn.

Við hér í Klukkunni vitum nokkurn veginn hvað gæti verið besta gjöfin handa konunni.

Fyrst og fremst skulum við tala um úr - en Klukkan hefur mjög stórt úrval af úrum. Michael Kors, Fossil, Versace og mörg fleiri.

Michael Kors hefur margt upp á að bjóða, til dæmis höfum við þetta úr sem heitir Emery:

Þetta úr er gullfallegt úr sem kemur bæði í gylltu og silfur. Úrið passar mjög vel við flest
tilefni og passar örugglega vel við dressið á konudaginn.

Versace kemur næst með svakalegt úrval af úrum. t.d. höfum við Greca Glam úrið,

Mjög fágað úr sem vekur athygli og passa vel með flestu. Þetta er tilvalið úr til að fara
með út að borða eða í leikhús, möguleikarnir eru endalausir.

Kannski ertu frekar að leita að einu vinsælasta úrinu um þesar mundir, en það er þetta hér:

Fossil Raquel mun heilla konuna upp úr skónum, með einfalda hönnun sem mun ekki fara úr tísku í bráð. Þetta er mitt top pick í ár þegar það kemur að úrum.

Hefur þig langað að spyrja stóru spurninguna? Konudagurinn gæti verið frábær tímasetning í það!

Ef svo er þá erum við í Klukkunni með frábært úrval af trúlofunar- og giftingahringum!

Hér höfum við tvo glæsilega trúlofunarhringa sem mun gleðja manneskjuna í þínu lífi.

Sá fyrri er 14k gullhringur með 0,15 ct demanti, sem hægt er að minnka og stækka eftir
þörfum.

Seinni er svo giftingarhringur úr gulli. Þeir eru einfaldir og stílhreinir og auðvitað hægt að stækka og minnka eftir þörfum.

Ég vona að þetta hafi hjálpað ykkur. Gangi ykkkur vel og njótið dagsins í botn!