Terms & Conditions
Almennt
Klukkan ehf. áskilur sér rétt til að hætta við pantanir, sé vara ekki til á lager eða hafi rangar verðupplýsingar verið settar fram. Klukkan ehf. áskilur sér einnig rétt til að breyta verðum eða hætta að bjóða upp á vöru fyrirvaralaust.
Afhending vöru
Við bjóðum upp á nokkra mismunandi valmöguleika á afhendingu á vörum.
- Vörur er hægt að sækja í verslun okkar Hamraborg 10, 200 Kópavogi.
- Sé valið að sækja í verslun er hægt að nálgast um leið og slíkt er staðfest með tölvupósti, en þó aðeins á opnunartíma verslunar.
- Hægt er að fá vörur afhentar á næsta afgreiðslustað Dropp, eða með heimsendingu á vegum Dropp sem gildir þó eingöngu á Höfuðborgarsvæðinu.
- Sé pantað fyrir hádegi er hægt að nálgast vöruna síðar sama dag á afgreiðslustöðum Dropp á Höfuðborgarsvæðinu.
- Heimsending á Höfuðborgarsvæðinu er einnig samdægurs sé pantað fyrir hádegi. Vörur sem afhenda skal á landsbyggðinni eru afhentar næsta dag sé pantað fyrir hádegi. Annars næsta dag.
Um vörur sem dreift er af Dropp og Flytjanda gilda afhendingar-, ábyrgðar og flutningsskilmálar Dropp um afhendingu vörunnar. Verði vara fyrir tjóni frá því að að hún er afhent frá okkur til flutningsaðila og þar til hún berst viðtakanda er tjónið á ábyrgð flutningsaðila.
Allar pantarnir að andvirði 15.000 kr. eða meira bera engan sendingarkostnað.
Frí heimsending á vörum nær til allra staða á Íslandi, en ekki til annara landa.
Skiptiréttur
Kaupandi hefur 90 daga til skipta vörunni að því tilskildu að hann hafi ekki notað vöruna, henni sé skilað í fullkomnu ástandi, í upprunalegum umbúðum og innsigli ekki rofið sé það til staðar. Vörum fæst skilað gegn inneignarnótu eða úttekt á öðrum vörum. Við skil á vöru er miðað við verð hennar þann dag sem hún var keypt. Sé viðkomandi vara á útsölu eða á sértilboði við vöruskil eða skipti, er miðað við verð vörunnar þann dag sem henni er skilað. Vörum á Outlet er ekki hægt að skipta í aðrar vörur. Ef senda þarf vöruna til Klukkunnar ehf. vegna skipta, þá stendur kaupandi straum af þeim sendingarkostnaði sem og af kostnaði vegna sendingar á annarri vöru til baka vegna skipta.
Endurgreiðsla
Vörur sem keyptar eru í netverslun og eru sendar heim til kaupanda, er hægt að fá endurgreiddar. Kaupandi hefur 10 daga til að fara fram á endurgreiðslu, að því tilskildu að hann hafi ekki notað vöruna, henni sé skilað í fullkomnu ástandi, í upprunalegum umbúðum og innsigli ekki rofið sé það til staðar. Fresturinn byrjar að líða þegar varan er afhent skráðum viðtakanda. Gildir ekki um vörur sem eru afhentar í verslun þar sem kaupandi sér og skoðar vöruna við afhendingu. Í þeim tilfellum fæst inneignarnóta.
Sendingarkostnaður fæst ekki endurgreiddur. Ef senda þarf vörur til Klukkunnar ehf. vegna vöruskila, þá stendur kaupandi straum af þeim sendingarkostnaði.
Vörur á Outlet fást ekki endurgreiddar.
Netverð
Öll verð í netverslun innihalda virðisaukaskatt og eru í íslenskum krónum. Verð á netinu getur breyst án fyrirvara. Tilboð í gilda í sumum tilfellum eingöngu fyrir vefverslun.
Trúnaður
Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar frá kaupanda verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum.
Um skilmála þessa gilda ákvæði laga um húsgöngu- og fjarsölu nr. 96/1992, ákvæði laga um lausafjárkaup nr. 50/2000 eftir því sem við getur átt og ákvæði laga um neytendakaup nr. 48/2003. Allir frestir sem nefndir eru í lögum nr. 96/1992 byrja að líða er móttaka vöru á sér stað.
Persónuupplýsingar
Klukkan ehf. geymir notendaupplýsingar á öruggum vefþjónum. Notendur mega ekki gefa þriðja aðila aðgangsupplýsingar sínar. Klukkan vekur athygli á að ef greiðslukortaupplýsingar notenda eru tengdar notendaaðgangi þá ber Klukkan ekki ábyrgð á misnotkun ef notandi hefur deilt aðgangsupplýsingum sínum með þriðja aðila.
Greiðslukortaupplýsingar eru geymdar á öruggum vefþjónum Borgunar, Netgíró og Pei, og geymir Klukkan.is eða vefsíður á vegum Klukkunnar ehf. engar greiðslukortaupplýsingar.
Klukkan fer eftir lögum númer 77/2000 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga.
Markaðsefni
Notendum gefst kostur á að skrá sig til að taka á móti markaðsefni í gegnum tölvupóst frá Klukkan ehf.. Einungis verður sendur markaðspóstur á vegum Klukkan ehf. og upplýsingar um notendur verður ekki deilt með þriðja aðila.
Ábyrgð
2ja ára ábyrgð er á öllum úrum og klukkum. Viðgerðir innan þess tíma eru þér kostnaðarlausu, samkvæmt eftirfarandi:
- Stoppi úr eða klukka án þess að það hafi orðið fyrir skemmdum, svo sem hnjaski eða raka.
- Sé gangur úrs eða klukku óeðlilegur, svo sem ef það seinkar sér eða flýtir.
Ábyrgðin nær ekki til eftirfarandi:
- Bilana eða skemmda vegna vanrækslu og slæmrar meðferðar.
- Bilana vegna raka og móðu, sé úrið ekki vatnsþétt (5ATM).
- Skemmda á gleri, kassa, eða keðju/ól.