SEIKO er líklega þekktasta úramerkið frá Japan. Fyrirtækið var það fyrsta til að fjöldaframleiða úr með Quartz verkum, sem varð til þess að vörumerkið varð þekkt um allan heim. Og þó svo fyrirtækið sé ekki svissneskt, þá er það almennt talið jafningi flestra svissneskra úraframleiðenda. Seiko var til að mynda eitt fyrsta úrafyrirtækið til að framleiða og markaðssetja chronograph sjálfvindu árið 1969.

Seiko framleiðir í dag fjöldan allan af úrum með mismunandi verkum og í mismunandi verðflokkum, og er almennt talið einstaklega áreiðanlegt úramerki sem mælt er með, og á frábæru verði.

Showing all 5 results