Heimsending

Sé valið að fá vörur sendar, þá sér Íslandspóstur um að afhenda vörur til viðskiptavina. Bæði er hægt að nálgast vörur á næsta afgreiðslustað Íslandspósts, eða fá vörurnar sendar upp að dyrum.

Sé óskað eftir sérstökum ráðstöfunum hvað varðar afhendingu, þá má skrifa athugasemd með pöntuninni, eða hafa samband við okkur í síma 554-4320 eða með tölvupósti á netverslun(hjá)klukkan.is

Höfuðborgarsvæðið

Pantanir eru póstlagðar innan 2ja virkra daga. Afhendingartími Íslandspósts er 3-4 virkir dagar.

Pakkinn er ýmist sendur frítt á næsta pósthús eða heim að dyrum (val kaupanda) og viðtakandi er látinn vita með SMS eða tilkynningu í bréfpósti.
Minni pantanir fara í umslag og í gegnum lúgu.

Landsbyggðin

Pantanir eru póstlagðar innan 2ja virkra daga. Afhendingartími Íslandspósts er 3-4 virkir dagar.

Pakkinn er ýmist sendur frítt á næsta pósthús eða heim að dyrum (val kaupanda) og viðtakandi er látinn vita með SMS eða tilkynningu í bréfpósti.
Minni pantanir fara í umslag og í gegnum lúgu.

Panta og sækja

Viðskiptavinum frjálst að koma við í verslun okkar í Hamraborg 10 og sækja vörur sem keyptar eru á vefnum, sé þess óskað. Sjá opnunartíma í Hamraborg.

Vörur sem pantaðar eru á vefnum er hægt að sækja um leið og pöntun er staðfest með tölvupósti.