Frí heimsending

Frí heimsending er í boði við öll kaup á Klukkan.is, og sér Íslandspóstur um að koma vörum til viðskiptavina.

Sé óskað eftir sérstökum ráðstöfunum hvað varðar afhendingu, þá má skrifa athugasemd með pöntuninni, eða hafa samband við okkur í síma 554-4320 eða með tölvupósti á netverslun(hjá)klukkan.is

Höfuðborgarsvæðið

Pantanir eru póstlagðar innan 2ja virkra daga. Afhendingartími Íslandspósts er 3-4 virkir dagar. Sé viðtakandi ekki heima þegar pakkinn berst, fer pakkinn á næsta pósthús og viðtakandi látinn vita með SMS eða tilkynningu í bréfpósti.
Minni pantanir fara í umslag og í gegnum lúgu.

Landsbyggðin

Pantanir eru póstlagðar innan 2ja virkra daga. Afhendingartími Íslandspósts er 3-4 virkir dagar.

Sé viðtakandi ekki heima þegar pakkinn berst, fer pakkinn á næsta pósthús og viðtakandi látinn vita með SMS eða tilkynningu í bréfpósti.
Minni pantanir fara í umslag og í gegnum lúgu.

Panta og sækja

Viðskiptavinum frjálst að koma við í verslun okkar í Hamraborg 10 og sækja vörur sem keyptar eru á vefnum, sé þess óskað. Sjá opnunartíma í Hamraborg.

Vörur sem pantaðar eru á vefnum er hægt að sækja um leið og pöntun er staðfest.

Skilaréttur

Viðskiptavinum er frjálst að skila vörum sem keyptar eru hjá Klukkunni. Skilafresturinn er 14 dagar frá og með kaupdegi eða afhendingardegi. Skilafrestur á vörum keyptum í desember er til 31. desember.

Hægt er að skipta keyptum vörum fyrir aðrar vörur eða inneignarnótu.